Prinsessa nýtur sín sem stjúpmóðir

Beatrice prinsessa giftist Edoardo á síðasta ári og varð stjúpmóðir …
Beatrice prinsessa giftist Edoardo á síðasta ári og varð stjúpmóðir sonar hans.

Beatrice prinsessa elskar að vera stjúpmóðir ef marka má grein hennar í Evening Standard sem hún skrifar í tilefni af degi bókarinnar. Prinsessan hefur glímt við lesblindu og því hefur lestur ekki verið hennar styrkleiki en hún segist hafa gefið sér meiri tíma til lesturs í samkomubanninu og þá helst með stjúpsyninum Wolfie sem er fjögurra ára. 

Mikill heiður að verða stjúpmóðir

„Á síðastliðnu árði varð ég þess heiðurs aðnjótandi að verða stjúpmóðir. Ég hef átt margar gæðastundir að endurnýja kynni mín af mínum uppáhaldssögum fyrir svefninn. Saman höfum við lesið allar þær bækur sem tilnefndar voru til Oscars Book Prize en bókin sem bar sigur úr býtum Tad eftir Benji Davies er merkileg saga sem minnir okkur á að stundum byrja stærstu sögurnar með eitthvað agnarsmátt,“ segir Beatrice prinsessa í grein sinni.

„Stjúpsonur minn hefur, líkt og fleiri börn, verið í heimaskóla. Að geta hjálpað honum að upplifa sögurnar er frábær leið til þess að ýta undir ímyndunarafl og sköpun, sjálfstæði og húmor.“

mbl.is