Börnin völdu Eyðieyjuna

Það var Jakob Birgisson sem mætti í Hörpu og afhenti verðlaun fyrir bestu barna- og ungmennabókina á Íslensku hljóðbókaverðlaununum, Storytel Awards. Það var bókin Eyðieyjan eftir Hildi Loftsdóttur í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur sem hlaut verðlaunin í ár. 

Barnadómnefnd fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin skipuðu Þorsteinn Flóki Einarsson, Vigdís Una Tómasdóttir, Arnór Bragi Sævarsson og Sævar Helgi Bragason.

Umsögn dómnefndar:

Geðveik saga og mjög spennandi. Söguþráðurinn er blandaður við gamlar sögur og daginn í dag og kemur vel út. Lesið rosalega vel og ekki alltaf bara með sömu rödd heldur með mismunandi röddum fyrir persónur. Mæli með fyrir alla.

Mjög góð bók, ein af mínum uppáhalds íslensku barnabókum. Lestur er mjög góður og leiklestur fínn. Mæli vel með henni fyrir 7-13 ára.

Mér fannst þessi bók frábær. Sagan var spennandi og kom á óvart. Lesarinn las mjög vel. 


Tilnefndar bækur í flokki barna- og ungmennabóka

Orri óstöðvandi – Hefnd glæpon­anna 
Höf­und­ur: Bjarni Fritz­son
Les­ari: Vign­ir Rafn Valþórs­son

Traust­ur og Trygg­ur  Allt á hreinu í Rakka­vík
Höf­und­ar:: Gunn­ar Helga­son, Fel­ix Bergs­son
Les­ar­ar: Gunn­ar Helga­son, Fel­ix Bergs­son

Lang­elst­ur að ei­lífu
Höf­und­ur: Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir
Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

Eyðieyj­an
Höf­und­ur: Hild­ur Lofts­dótt­ir
Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

Langafi minn Súper­mann
Höf­und­ur: Ólíver Þor­steins­son
Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert