Sonur Stjörnu-Sævars og Þórhildar stundvís

Stjörnu-Sævar og Þórhildur Fjóla eignuðust son á settum degi.
Stjörnu-Sævar og Þórhildur Fjóla eignuðust son á settum degi. Skjáskot/Instagram

Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, og kærasta hans Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir eignuðust son 30. mars. 

Þórhildur greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í gær. 

„Það erfiðasta sem ég hef upplifað er jafnframt það fallegasta. Fullkomni drengurinn okkar Sævars kom í heiminn korter yfir miðnætti á settum degi, 30. mars. Hann er ákveðinn, sísvangur og yndislegur,“ skrifaði Þórhildur. Þetta er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Sævar einn son.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is