Staðgöngumóðir gengur með barnið

Tan France.
Tan France. Skjáskot/Instagram

Tan France, ein af stjörnunum í netflixþáttunum Queer Eye, á von á barni með eiginmanni sínum Rob France í sumar. Staðgöngumóðir gengur með barn hjónanna en þeir hafa þráð að verða foreldrar mjög lengi. 

Stjarnan birti mynd af sér með sónarmynd á Instagram. „Við erum að fara að eignast barn. Nei, ég er ekki óléttur þrátt fyrir mjög raunverulega mynd,“ skrifaði France. Hann þakkaði staðgöngumóðurinni sérstaklega fyrir gjöfina eða hjálpina. 

Tan France er hér í miðjunni ásamt félögum sínum í …
Tan France er hér í miðjunni ásamt félögum sínum í Queer Eye. AFP

„Mig hefur langað í börn síðan ég var 19 eða 20. Ef ég hefði verið í góðu sambandi þá hefði ég reynt allt til þess að eignast börn,“ sagði France í viðtali árið 2019. Hann seldi fyrirtæki áður en hann sló í gegn á Netflix og var planið að eignast barn þá. Hann sagði mjög dýrt fyrir samkynhneigða karlmenn að eignast barn með hjálp staðgöngumóður. 

mbl.is