Sylvia syngur og dansar með börnum um allan heim

Sylvia Erla Melsted og hundurinn hennar Oreo.
Sylvia Erla Melsted og hundurinn hennar Oreo. Ljósmynd/Aðsend

Athafnakonan Sylvia Erla Melsted syngur lagið Better When I Am Dancing í nýjasta myndbandi Go Noodle. Lagið er unnið í samstarfi við Go Noodle og St. Judes-barnaspítalannn. 

Go Noodle er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í afþreyingu og námsefni fyrir börn. Þeirra nálgun er að fá börn til að eyða umframorku í dans og söng til að þau geti einbeitt sér að námi. 

Sylvia er framleiðandi heimildamyndarinnar Lesblindu og einnig höfundur bókarinnar Oreo fer í skólann. Lesblinda er Sylviu hugleikin, en sjálf er hún lesblind og þurfti að þróa sínar eigin leiðir til að getað klárað skóla. 

Í myndbandinu með Go Noodle syngur Sylvia og dansar með börnum um allan heim. Hægt er að horfa á það á vef Go Noodle.

mbl.is