Vann óskar og eignaðist son sama dag

Magnus Millang fyrir miðju. Hér sést hann fagna Óskarnum ásamt …
Magnus Millang fyrir miðju. Hér sést hann fagna Óskarnum ásamt leikkonunni Susse Wold og leikaranum Lars Ranthe. Skjáskot/Instagram

Danski leikarinn Magnus Millang eignaðist sitt þriðja barn á mánudaginn. Rétt áður en sonurinn kom í heiminn fagnaði hann því að danska myndin Druk fékk Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin en Millang fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. 

„Allt gekk eins og það átti að gera, allir eru mjög ánægðir,“ sagði Millang í viðtali við danska miðillinn B.T. Millang var spurður hvort nýfæddi sonurinn fengið nafnið Óskar en blaðamaðurinn var langt frá því sá fyrsti sem spurði. Millang sagði að það væri ekki frumlegt. Hann væri frekar til í að kalla hann Susse Wold eftir dönsku leikkonunni sem fer einnig með hlutverk í myndinni. 

Millang fylgdist með afhendingu verðlaunanna með samstarfsfólki sínu. Hann var til taks þar sem eiginkona hans, Nana Fagerholt, var komin tíu daga fram yfir settan dag. Stuttu eftir sigurinn fór Millang heim til öryggis.

mbl.is