Fékk kynlífsspurningu frá dóttur sinni

Jenna Bush Hager.
Jenna Bush Hager. Skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Jenna Bush Hager greindi frá því í sjónvarpsþætti sínum að hún hefði fengið óþægilega spurningu frá dóttur sinni yfir Óskarnum um síðustu helgi. Hin átta ára gamla Mila fékk að horfa á verðlaunin uppi í rúmi með foreldrum sínum en varð eitt stórt spurningarmerki eftir dónalegustu ræðu kvöldsins. 

„Mamma mín hitti pabba minn, þau stunduðu kyn­líf, það er ótrú­legt,“ sagði Kalu­uya meðal ann­ars í ræðu sinni eftir að hann vann Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. 

Bush Hager, sem er dóttir George W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var að reyna að einbeita sér að bók sem hún var að lesa þegar Kaluuya hélt ræðuna sína. Móðir leikarans var meðal annars í mynd og tók hin átta ára gamla Mila eftir því. Þegar Kaluuya sagði orðið kynlíf eða „sex“ varð Bush Hager óróleg.

„Mamma, hvað er kynlíf?“ spurði hin átta ára gamla Mila. Bush Hager hafði það ekki í sér að útskýra það fyrir henni á sunnudagskvöldið. „Nei, hann sagði 66, sex er tala!“ reyndi Bush Hager að ljúga að dóttur sinni en sá á henni að hún trúði henni ekki og skipti um umræðuefni.mbl.is