Prinsessan segist vera 16 ára

Karlotta prinsessa er 6 ára en segist vera 16 ára.
Karlotta prinsessa er 6 ára en segist vera 16 ára. AFP

Karlotta prinsessa fagnaði 6 ára afmæli sínu á sunnudaginn. Karlotta er þó ekki alveg til í að samþykkja raunverulegan aldur sinn þar sem hún segist oft vera 16 ára þegar fólk spyr hvað hún sé gömul. 

Faðir hennar, Vilhjálmur Bretaprins, sagði frá því í heimsókn til Babock Vehicle Engineering á þriðjudag að prinsessan væri mikill grínisti. Hún segði stundum: „Ég er sex ára núna. Ég geri það sem mig langar til.“

Karlotta átti góðan afmælisdag að sögn föður hennar. Á síðasta ári var útgöngubann í Bretlandi á afmælisdeginum og því lítið um veisluhöld. Í ár er búið að slaka á sóttvarnareglum og því gátu þau fengið eina fjölskyldu í heimsókn á afmælinu.

mbl.is