Spy Kids-stjarna fæddi mánuð fyrir settan dag

Alexa og Carlos PenaVega eignuðust dóttur.
Alexa og Carlos PenaVega eignuðust dóttur. Skjáskot/Instagram

Spy Kids-leikkonan Alexa PenaVega og eiginmaður hennar Carlos PenaVega eignuðust sitt þriðja barn á dögunum. Í heiminn kom lítil stúlka sem kom mánuði fyrir tímann. 

„Við erum búin að vera fjarverandi síðustu daga. Segjum bara að við lærðum enn og aftur að Guð er alltaf við stýrið. Maður er kannski með plan fyrir lífið, en það eina sem skiptir máli er planið hans,“ skrifaði Carlos við færslu á Instagram þar sem hann tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar. 

Fyrir áttu þau hjónin synina Ocean og Kingston en litla stúlkan fékk nafnið Rio. 

„Rio litla gat ekki beðið eftir því að koma í heiminn og leika við bræður sína. Móðurinn líður vel og litla stelpan stendur sig vel á barnagjörgæsludeild,“ skrifaði Carlos.

mbl.is