Aftur til vinnu viku eftir barnsburð

Christine Quinn er snúin aftur til vinnu.
Christine Quinn er snúin aftur til vinnu. Skjáskot/Instagram

Fasteignasalinn og raunveruleikastjanan Christine Quinn er snúin aftur til vinnu, viku eftir að hún fæddi son sinn í heiminn. Quinn segist hafa fengið blendin viðbrögð við ákvörðun sinni um að snúa aftur til vinnu. 

„Fólkið sem smánar mæður eru raunverulegir. Ég er búin að fá athugasemdir um að þetta sé flott hjá mér. Síðan er ég líka búin að fá athugasemdir um að ég verði að leyfa líkama mínum að jafna sig og spurningar um hver sé að hugsa um barnið,“ sagði Quinn í viðtali við E Online. 

Drengurinn litli kom í heiminn 15. maí en hann er fyrsta barn foreldra sinna. 

„Ég segi bara „Heyrðu, eigimaður minn er frábær. Hann er heima, barnið er sofandi“. Ég elska að vinna.Það er fullt af einhleypum mæðrum þarna úti sem vinna baki brotnu á hverjum degi á tveimur til þremur stöðum. Konur eru svo sterkar og þær geta það. Ég er hamingjusöm þegar ég er í vinnunni. Ég er svo glöð að vera með vinnu, og ég er glöð að eiga barn og geta sinnt þessu öllu,“ sagði Quinn. 

Hún minnti fólk á að hætta smána mæður fyrir að snúa aftur út á vinnumarkaðinn snemma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert