Segist hafa eignast tíbura

Kona í Suður-Afríku fæddi tíu börn í vikunni.
Kona í Suður-Afríku fæddi tíu börn í vikunni. mbl.is/Rax

Fjölburamóðirin Gosiame Thamara Sithole, 37 ára gömul kona í Suður-Afríku, er sögð hafa eignast tíu börn þegar börnin hennar voru tekin með keisaraskurði á mánudaginn. Ef rétt reynist og læknir staðfestir fæðinguna kemst Sithole í heimsmetabók Guinnes. 

Eiginmaður Sithole, Tebogo Tsotetsi, segir að eiginkona sín hafi eignast sjö drengi og þrjár stúlkur á spítala í borginni Pretoría í Suður-Afríku að því fram kemur á vef Pretoria News. Á meðgöngunni var talið að Sithole gengi með áttbura. Hún var gengin sjö mánuði og sjö daga með börnin þegar börnin fæddust. Fyrir áttu hjónin tvíbura sem eru sex ára.

Sithole hafði áður greint frá því að börnin hefðu orðið til á náttúrulegan hátt en það er afar sjaldgæft að svo mörg börn koma undir á náttúrulegan hátt. Ekki er nema mánuður síðan Halima Cisse fæddi níu börn á spítala í Marokkó. Er talið að hún hafi farið í tæknifrjóvgun. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert