Tilkynnti óléttu fyrir tveimur vikum og átti í gær

Skjáskot/Instagram

Kanadíski uppistandarinn og hlaðvarpsstjarnan Katherine Ryan eignaðist son í gær en hún tilkynnti opinberlega að hún væri ólétt fyrir tveimur vikum. Í góðlátlegu grínu biður hún aðdáendur sína afsökunar á Instastory að hafa ekki hlaðið niður nýjum hlaðvarpsþætti í gær en birtir þar mynd af sér með nýfæddu barni og segir: „Ég hafði mjög góða ástæðu fyrir því að þáttur gærdagsins verður birtur seinna.“

Skjáskot/Instagram

Fyrir tveimur vikum birtu hún og maðurinn hennar Bobby Kootstra meðgöngumyndir en þetta er fyrsta barn þeirra saman, fyrir á Katherine Ryan hina ellefu ára gömlu Violet.

Ryan fyrirhugar sýningarferðalag á komandi mánuðum og hefur síðustu daga og vikur fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort hún ætli að fresta sýningunum vegna fæðingarinnar. Hún hefur svarað spurningum ákveðið og segir: „Ég ætla ekki að láta þessa kynbundnu gagnrýni hafa áhrif mig og mitt jafnvægi. Nei, ég mun ekki hætta við fyrirhugaðar sýningar.“

View this post on Instagram

A post shared by Bobby Kootstra (@bobby_k__)

Frétt Daily Mail.

mbl.is