Katrín hertogaynja með hálsmen tileinkað börnunum

Katrín hertogaynja er vanalega með fallega skartgripi sem hafa merkingu.
Katrín hertogaynja er vanalega með fallega skartgripi sem hafa merkingu. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja er þekkt fyrir að vera með fallega skartgripi sem tákna eitthvað sérstakt fyrir hana. Á myndbandi frá opinberum viðburði á fimmtudag í síðustu viku má sjá hertogaynjuna með fallegt hálsmen tileinkað börnum hennar. 

Hálsmenið er frá Daniellu Draper og kostar rúmar 170 þúsund krónur. Í menið eru greyptir upphafsstafir barna hennar og Vilhjálms Bretaprins; Georgs sjö ára, Charlotte sex ára og Louis þriggja ára.

Hálsmenið er úr gulli og með þremur litlum demöntum.

Katrín hertogaynja með fallegt hálsmen með fyrsta stafinn í nafni …
Katrín hertogaynja með fallegt hálsmen með fyrsta stafinn í nafni barna hennar og þremur demöntum. mbl.is/Twitter
Hálsmenið frá Daniella Draper hefur vakið athygli víða.
Hálsmenið frá Daniella Draper hefur vakið athygli víða.
mbl.is