Eva Mendes trúir á mátt bænarinnar

Eva Mendes hefur farið í gegnum allskonar erfiðleika í lífinu. …
Eva Mendes hefur farið í gegnum allskonar erfiðleika í lífinu. Hún trúir á mátt bænarinnar. mbl.is/AFP

Leikkonan Eva Mendes þekkir það af eigin raun að takast á við erfiðleika. Í viðtali við HuffPost á sínum tíma viðraði hún þá skoðun sína að það væri ekkert nema hugrekki að leita lausna við vandamálum sínum. Fíknvandi væri þar ekki undanskilinn og hún hefði misst mikið af vinum sínum vegna þess vanda.

Mendes er talskona þess að fólk standi saman í erfiðleikum og biður fólk á samfélagsmiðlum sínum að halda áfram að biðja fyrir Andrew Wilson Wratten, átta ára dreng sem var rétt rúmlega eins árs þegar hann var greindur með taugakímfrumukrabbamein á fjórða stigi. 

Taugakímfrumukrabbamein er næstalgengasta krabbameinið sem börn greinast með, en hvítblæði er algengast. Flest börn sem greinast með það eru eins til tveggja ára. Þetta er það krabbamein meðal barna sem veldur flestum dauðsföllum að mati sérfræðinga. Krabbameinið tekur sér bólfestu í svokölluðu sympatísku taugakerfi líkamans. Það fer eftir allri mænunni og inn í öll líffæri og undir húð. Krabbameinið getur birst hvar sem er.

Þetta krabbamein skiptist yfirleitt í fjögur stig og þegar það greinist á þriðja eða fjórða stigi getur reynst mjög erfitt að eiga við það. Þá eru yfirleitt komin meinvörp um allan líkamann. Dánartíðni er því mjög há hjá börnum sem greinast með taugakímfrumuæxli á efri stigum og einungis um 40% barna svara meðferð við því á þessu stigi.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert