Ísgerður eignaðist son

Ísgerður Gunnarsdóttir fæddi son 5. júlí.
Ísgerður Gunnarsdóttir fæddi son 5. júlí. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og fjölmiðlakonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir eignaðist son 5. júlí. Þetta er fyrsta barn Ísgerðar en hún sagði frá fæðingu hans á samfélagsmiðlum í dag. 

„Litli draumadrengurinn minn fæddist 5. júlí og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ skrifar Ísgerður. 

Ísgerður er einhleyp og fór í glasafrjóvgun. Í viðtölum í vor sagðist hún alltaf hafa haft þennan möguleika á bak við eyrað ef hún myndi ekki finna ástina. „Fjölskyldur eru alls konar og mín sem sagt byrjar bara á okkur 2 og svo sjáum við til hvort fleiri bætist við síðar,“ skrifar Ísgerður á Facebook í vor.

Barnavefurinn óskar henni innilega til hamingju!

mbl.is