Anna Bergmann og Atli eiga von á barni

Anna Bergmann og Atli Bjarnason eiga von á barni.
Anna Bergmann og Atli Bjarnason eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Anna Bergmann bloggari á Trendnet.is og kærasti hennar Atli Bjarnason eiga von á barni í janúar á næsta ári. Þetta er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Atli tvö börn.

Anna sagði frá gleðifréttunum í færslu á trendneti.

„Fjölskyldan stækkar! Við getum ekki beðið eftir litla bumbubúanum okkar sem er væntanlegur í janúar. Settur dagur er 25. janúar en það er aldrei að vita hvenær litla krílið lætur sjá sig. Við Atli erum svo spennt að fara í gegnum þetta ferðalag saman og stækka fjölskylduna okkar,“ skrifar Anna í færslunni. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is