Á von á barni eftir stormasaman skilnað

Christina Ricci á von á sínu öðru barni.
Christina Ricci á von á sínu öðru barni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Christina Ricci á von á öðru barni sínu. Ricci, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Casper, hefur staðið í stormasömum skilnaði við James Heerdegen sem hún á soninn Frederick með. 

Barnsfaðir Ricci virðist vera hárgreiðslumeistarinn Mark Hampton en hún merkti hann í óléttutilkynninguna á Instagram og hann endurbirti sömu mynd á sinni síðu. Lítið hefur farið fyrir sambandi þeirra opinberlega og ekki er vitað hversu lengi þau hafa verið saman. 

Ricci sótti um skilnað við Heerdegen í byrjun júlí á síðasta ári, tveimur dögum eftir að lögregla var kölluð til á heimili þeirra vegna tilkynningar um heimilisofbeldi. Ricci sótti um nálgunarbann gegn Heerdegen í janúar á þessu ári. Hún er með fullt forræði yfir syni þeirra en Heerdegen hefur rétt á heimsóknum.

mbl.is