Henti barnsmóður sinni og dóttur út

Rapparinn DaBaby verður seint sagður til fyrirmyndar sé litið til …
Rapparinn DaBaby verður seint sagður til fyrirmyndar sé litið til þessa atviks. Skjáskot/Instagram

Rapparinn DaBaby hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hafa óbeint hent barnsmóður sinni og þriggja mánaða gamalli dóttur þeirra út af heimilinu um miðja nótt. Rapparinn og söngkonan, DaniLeigh, hafa átt í deilum síðustu daga en rætur þeirra má rekja til meints framhjáhalds. Þetta kemur fram í frétt á vef TMZ.

Rifrildin hafði DaBaby tekið upp og deilt með aðdáendum sínum í gegnum beint streymi á Instagram en DaniLeigh bað hann ítrekað um að slökkva á upptökunni. Forsaga málsins er sögð vera sú að DaBaby hafði skipað DaniLeigh um að yfirgefa heimilið og taka þriggja mánaða gamalt barn þeirra með sér. DaniLeigh var ekki á þeim buxunum og sakaði hann um að halda framhjá sér. Sagðist hún vera fullviss um að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi sig og barnið út af heimilinu. 

DaBaby óskaði eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa átt í deilum við kærustu sína og barnsmóður, DaniLeigh. Sakaði hann hana um að hafa beitt sig ofbeldi. Þegar lögreglan mætti á svæðið sagði DaBaby að DaniLeigh hafi slegið sig tvisvar sinnum en lögreglu þótti ekki ástæða til að aðhafast frekar í málinu. 

Miðað við innlegg sem DaniLeigh birti á Instagram-reikningi sínum fékk DaBaby sínu framgengt. Segist hún hafa yfirgefið heimilið og DaBaby og tekið dóttur þeirra með sér. Þeim mæðgum sé nú borgið, þær séu á öruggum stað. Þá sagði hún jafnframt vonast til að hann eigi eftir að átta sig á þessum fjandsamlegu mistökum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert