Birti fyrstu myndinar af ættleiddri dóttur sinni

Katherine Heigl birti fyrstu myndirnar sem hún fékk af elstu …
Katherine Heigl birti fyrstu myndirnar sem hún fékk af elstu dóttur sinni. mbl

Leikkonan Katherine Heigl birti hjartnæma færslu í tilefni af þrettán ára afmæli dóttur sinnar, Nancy Leigh Mi-Eun. Þar birti hún fyrstu myndina sem hún fékk af dóttur sinni, en hana ættleiddu þau Josh Kelley þegar hún var níu mánaða gömul. 

„Þetta eru fyrstu tvær myndirnar sem við Josh Kelley fengum af fallegu dóttur okkar Nancy Leigh Mi-Eun, þegar hún beið í Seúl í Kóreu eftir því að koma heim til okkar. Við biðum í Los Angeles eftir að halda á barninu sem við elskuðum nú þegar,“ skrifaði Heigl. 

Hún birti svo fjölda mynda úr æsku dóttur sinnar. 

„Þessi stelpa. Stelpan sem gerði mig að móður. Stelpan sem gaf lífi mínu tilgang. Merkingu. Stefnu. Takmarkalausa ást. Þessi stelpa er þrettán ára í dag. Þrettán. Hún er formlega táningur. Ég virðist ekki geta meðtekið það. Hvernig gerðist þetta?“ skrifaði Heigl. 

Heigl og Kelley eiga einnig dótturina Adelaide Marie Hope sem er níu ára og soninn Joshua Bishop fjögurra ára. Adelaide er einnig ættleidd en soninn Joshua gekk hún með og fæddi.

mbl.is