Prinsinn sýnist virkari í föðurhlutverkinu

Albert prins er mjög virkur í föðurhlutverkinu segja sérfræðingar um …
Albert prins er mjög virkur í föðurhlutverkinu segja sérfræðingar um líkamstjáningu. AFP

Albert fursta af Mónakó virðist annt um að börnin njóti stuðnings og verndar. Þetta segir sérfræðingur í líkamstjáningu. 

Margar myndir hafa birst að undanförnu af Alberti prins á stjái með börnunum sínum, tvíburunum Jacques og Gabriellu. Athygli vekur að prinsinn er mun ástúðlegri í garð barnanna og virkari gagnvart þeim en oft áður.

„Það væri ekki óeðlilegt að faðir tæki á sig aukna ábyrgð gagnvart börnunum þegar móðirin er fjarverandi. Að sýna ástúð og umhyggju opinberlega er hins vegar ekki sjálfsagt þegar konungbornir eiga í hlut,“ segir Judi James sérfræðingur í líkamstjáningu.

Albert, sem er 63 ára, hefur staðið í ströngu að undanförnu þar sem eiginkona hans Charlene hefur glímt við alvarlega heilsubresti og verið mikið fjarverandi frá fjölskyldunni. Albert hefur sagt í viðtölum að hann gegni nú stærra hlutverk í lífi barnanna á meðan Charlene glímir við veikindi sín. Jacques og Gabriella voru tekin úr skóla eftir að heimsfaraldurinn hófst og stunda nú heimanám.

„Þetta er mjög einfalt. Fjölskyldan er í forgangi hjá mér,“ sagði Albert í viðtali.

„Ég auðvitað sinni mínum skyldustörfum en þegar ég get verið með börnunum mínum þá geri ég það án þess að hika. Þetta er mjög mikilvægur aldur fyrir þau – það hvernig þau vaxa úr grasi hjálpar þeim að sjá heiminn. Ef annað foreldrið er fjarverandi af heilsufarsástæðum þarf hitt að vera til staðar. Margir vina minna segjast hefðu óskað þess að hafa verið meira til staðar fyrir börn sín. Ég vil ekki sjá eftir neinu,“ sagði Albert. 

Hér tekur Albert utan um dóttur sína þegar þau voru …
Hér tekur Albert utan um dóttur sína þegar þau voru að gróðursetja tré um daginn. Þá beygir hann sig niður til þess að ná betur til þeirra. AFP
Dóttir Alberts teygir sig í átt að föður sínum og …
Dóttir Alberts teygir sig í átt að föður sínum og hann tekur ástúðlega á móti. AFP
Börnin sýndu fallegar myndir sem þau teiknuðu fyrir mömmu sína.
Börnin sýndu fallegar myndir sem þau teiknuðu fyrir mömmu sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert