Prinsessan í hvíldarinnlögn á meðferðarheimili

Charlene prinsessa er í hvíldarinnlögn á meðferðarheimili.
Charlene prinsessa er í hvíldarinnlögn á meðferðarheimili. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó hefur lagst inn á meðferðarheimili til að hvíla sig, aðeins nokkrum dögum eftir að hún kom heim til Mónakó eftir sex mánaða dvöl í Suður Afríku. Greint var frá því fyrr í vikunni að hún myndi ekki taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af þjóðhátíðardegi Mónakó.

Meðferðarheimilið sem Charlene liggur inni á er ekki í Mónakó en Albert fursti segir hana vera úrvinda úr þreytu, bæði andlega og líkamlega. 

Í viðtali við People segir Albert að heimkoma hennar hafi gengið vel fyrstu klukkutímana en svo hafi hún veikst meira. Hann tók fyrir það að þau stæðu í skilnaði. 

„Ég mun örugglega þurfa að segja þetta nokkrum sinnum, en þetta tengist sambandi okkar ekki neitt. Ég vil að það sé alveg á hreinu. Þetta eru ekki vandræði í okkar sambandi, og ekki vandræði eiginmanns og eiginkonu. Þetta er annarskonar,“ sagði furstinn. 

Þá sagði hann veikindi hennar vera einkamál en að hún væri augljóslega úrvinda úr þreytu. „Hún var aðframkomin úr þreytu og getur ekki sinnt opinberlegum skyldum, almennu lífi né heimilislífinu,“ sagði Albert. Albert og Charlene eiga tvíburadæturnar Jacques og Gabríellu sem eru 6 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson