Hætt saman viku eftir fæðingu frumburðarins

Melanie Martin og Aaron Carter hafa ákveðið að slíta samvistum.
Melanie Martin og Aaron Carter hafa ákveðið að slíta samvistum. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Aaron Carter og unnusta hans, Melanie Martin, eru hætt saman, aðeins viku eftir að þau eignuðust frumburð sinn. 

Ástæðuna á bakvið skyndileg sambandsslit þeirra segir Carter vera vegna stórtækra lyga sem rekja megi til tvíburasystur hans, Angel Carter. 

„Samskipti systur minnar við fyrrverandi unnustu mína eyðilögðu allt. Takk Angel fyrir að rústa fjölskyldunni minni. Guð blessi þig,“ er meðal annars sem Carter skrifaði í færslu á Twitter. 

Carter útskýrði færsluna betur þegar aðdáendur virtust ekki ná samhengi í frásögn hans. Sagði Carter að það sem Martin hafi gert með því að vera í samskiptum við Angel væri honum ófyrirgefanlegt. Page Six greindi frá.

„Hún hefði átt að þekkja takmörk mín og vera ekki í samskiptum við þann helming fjölskyldu minnar sem segir mig vera manneskju í geðrofi og barnaníðing,“ sagði Carter. Þá lýsti hann því jafnframt yfir hvað honum þætti vont að vikugamall sonur þeirra væri að upplifa sambandsslit foreldra sinna á þessum tímapunkti því hann ætti ekkert af þessu skilið.

Aaron Carter er með nafn Melenie Martin flúrað á andlit …
Aaron Carter er með nafn Melenie Martin flúrað á andlit sitt. Það er spurning hvað hann gerir nú, þegar þau eru hætt saman. skjáskot/Instagram
mbl.is