Strembið að fæða – erfiðara að festa barn í bílstól

Saga Garðarsdóttir, móðir og leikkona, segir erfitt að setja barn …
Saga Garðarsdóttir, móðir og leikkona, segir erfitt að setja barn í bílstól. Samsett mynd

Þær manneskjur sem hafa upplifað að fæða börn segja fátt verra þrátt fyrir alla þá hamingju sem á eftir fylgir. Leikkonan Saga Garðarsdóttir er að vissu leyti sammála en segir erfiðast af öllu að festa barn í bílstól. Saga á þriggja ára gamla dóttur með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Snorra Helgasyni. 

Það er kannski strembið að fæða barn í heiminn og svo ala það upp með víðsýni að leiðarljósi en erfiðast af öllu er að setja barn í bílstól. Alltaf,“ tísti Saga í vikunni. 

Fleiri deila þessari skoðun Sögu eða kannast við að það sé erfitt að setja barn í bílstól. 

„Besti dagur lífs míns so far þegar barnið fór að spenna sig sjálft,“ sagði netverji. „Leikandi létt í björtu, en á morgnana í niðamyrkri,“ tók annar undir. „Erfiðast að vera mjög ólétt að festa tæplega 4 ára barn í stólinn,“ skrifaði móðir sem er greinilega sammála Sögu. Snúningbílstólar breyta hins vegar leiknum eins og annar Twitter-notandi benti á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert