Krakkarnir völdu afmælismynd af mömmu

Katrín hertogaynja varð fertug um helgina og voru gefnar út …
Katrín hertogaynja varð fertug um helgina og voru gefnar út þrjár myndir af því tilefni. Samsett mynd

Þau Georg, Karlotta og Lúðvík fengu að velja eina af myndunum þremur sem gefnar voru út í tilefni af fertugsafmæli móður þeirra, Katrínar hertogaynju af Cambridge. Systkinin völdu andlitsmyndina af mömmu sinni en ljósmyndarinn Paolo Roversi tók myndirnar. 

Roversi spjallaði við ítalska dagblaðið Corriere Della Sera um myndatökuna sem fór fram í nóvember á síðasta ári í Kew-görðum í Lundúnum. 

Roversi segir að allar þrjár myndirnar sýni mismunandi hliðar Katrínar og vildi hann hafa þær nútímalegar og notaðist því aðeins við dagsbirtu, litla andlitsförðun og engan hárgreiðslumann.

Krakkarnir völdu þessa mynd af móður sinni.
Krakkarnir völdu þessa mynd af móður sinni. AFP
mbl.is