Grínuðust með fjórða barnið

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja slógu á létta strengi í …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja slógu á létta strengi í heimsókn sinni á spítala í síðustu viku. AFP

„Ekki gefa eiginkonu minni fleiri hugmyndir,“ sagði Vilhjálmur Bretaprins í heimsókn sinni og Katrínar hertogaynju af Cambridge á Clitheroe Community-sjúkrahúsið í Lancashire á Bretlandseyjum í síðustu viku. Þá hélt Katrín á ungbarni í fanginu og voru allir viðstaddir ofboðslega hrifnir. 

Skömmu seinna rétti Katrín foreldrum litlu stúlkunnar hana aftur og heyrðist þá Vilhjálmur segja við hana: „Eki taka hana með þér.“

Katrín og Vilhjálmur eiga þrjú börn, Georg átta ára, Karlottu sex ára og Lúðvík litla þriggja ára. Þau hjónin hafa talað opinberlega um það að þau vilji eignast fleiri börn en Katrín sagði í viðtali að hún teldi að Vilhjálmur vildi ekki fleiri. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert