Júlían og Ellen gáfu dótturinni nafn

Júlían J. K. Jóhannsson og Ellen Ýr Jónsdóttir gáfu dóttur …
Júlían J. K. Jóhannsson og Ellen Ýr Jónsdóttir gáfu dóttur sinni nafn um helgina.

Sterkasta par landsins, kraftlyfingaparið Júlían J. K. Jóhannsson og Ellen Ýr Jónsdóttir, gáfu dóttur sinni nafn um helgina. Litla stúlkan fékk nafnið Kolfinna Karlotta Júlíansdóttir. 

Kolfinna litla er annað barn foreldra sinna en hún kom í heiminn hinn 4. janúar síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Berg Jökul Karl Júlíansson en hann verður tveggja ára í mars.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by ellen ýr (@ellenyr)

mbl.is