Eurovisiondrengurinn fékk einstakt nafn

Sigga, Eyþór, Beta og Elín.
Sigga, Eyþór, Beta og Elín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Eyþórsson, bróðir Eurovisionsystranna Siggu, Betu og Elínar, og sambýliskona hans Sigríður Karen Björgvinsdóttir gáfu syni sínum nafn á miðvikudaginn síðasta. Drengurinn fékk einstakt nafn og er sá fyrsti á Íslandi til að bera nafnið. 

Drengurinn litli heitir Eyvin og er það eftir báðum öfum hans, Eyþóri og Björgvini. Eyþór Ingi sagði frá nafninu á Instagram um helgina. 

„Við elskum hann óendanlega mikið og erum spennt fyrir framhaldinum,“ skrifaði Eyþór Ingi við færsluna. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með fallegt nafn!

View this post on Instagram

A post shared by @_bleache_

mbl.is