Gengur illa að eignast barn saman

Kourtney Kardashian og Travis Barker eru lengi búin að reyna …
Kourtney Kardashian og Travis Barker eru lengi búin að reyna að eignast barn saman. AFP

Kourtney Kardashian og Travis Barker vilja ólm eignast barn saman. Parið byrjaði saman árið 2020 og eftir nokkra mánuði saman ákváðu þau að láta reyna á barneignir. Síðasta sumar hófu þau frjósemismeðferð en ekkert hefur gengið.

„Þetta hefur tekið mjög á þau andlega. Sérstaklega fyrir Kourtney,“ segir heimildamaður nærri parinu. „Þau myndu glöð vilja eignast barn saman en Travis er ekki að þrýsta á Kourtney á neinn hátt. Hann vill bara að hún sé hamingjusöm og heilbrigð.“

Kardashian sagði í samnefndum raunveruleikaþætti að frjósemismeðferðin hefði reynt mikið á líkama hennar, hún hafi fundið fyrir einkennum breytingaskeiðs, verið ólík sjálfri sér og fundið fyrir einkennum þunglyndis. 

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Kourtney sé hugsanlega ólétt og rýna aðdáendur í hverja mynd sem birtist af henni. Stutt er síðan hún og Barker „giftu sig“ í Las Vegas en þá var hún sögð undir áhrifum áfengis þannig að ólíklegt þykir að hún sé með barni.

Kardashian er 43 ára og á nú þegar þrjú börn með fyrrum sambýlismanni sínum Scott Disick sem eru 6, 9 og 11 ára. Barker er 46 ára og á tvö börn, 16 og 18 ára og eina stjúpdóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni Shanna Moakler.

mbl.is