Unnusti Spears vill ekki vita kynið

Britney Spears og Sam Asghari eiga von á barni.
Britney Spears og Sam Asghari eiga von á barni. AFP

Sam Asghari, unnusti tónlistarkonunnar Britney Spears, langar til að bíða með að vita kyn barnsins sem Spears ber undir belti. Asghari er að verða faðir í fyrsta sinn en Spears á von á sínu þriðja barni. 

„Það fer eftir henni, en ég mig langar ekki til þess,“ sagði Asghari í viðtali við miðilinn Access þegar hann var spurður út í hvort hann langaði að vita kyn barnins. „Það er eitthvað sem mig langar að bíða með.“

Asghari ætlar að vera til staðar í uppeldinu og skipta á bleyjum. Hann gerir þó ráð fyrir að uppeldið á barninu taki mið af kyni barnsins. Hann ætlar að vera harður við barnið ef það er strákur. „Ef það er dóttir verður það dekraðasta prinsessa í heimi,“ sagði hann. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Spears. 

mbl.is