Glansandi fín með kúluna

Stjörnuhjónin Joe Jonas og Sophie Turner.
Stjörnuhjónin Joe Jonas og Sophie Turner. AFP

Game of Thrones stjarnan Sophie Turner geislaði á rauða dreglinum fyrir Met Gala-hátíðina á Metropolitan safninu í New York í Bandaríkjunum í gær. Turner gengur nú með sitt annað barn. 

Turner og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Joe Jonas, klæddust bæði fötum frá Louis Vuitton. Hún klæddist svörtum fallegum kjól en hann var í svörtum buxum og hvítum jakka. 

Hjónin, sem gengu í hjónaband í Las Vegas árið 2019, eiga eina dóttur fyrir, hina tæplega 2 ára gömlu Willu. Nóg hefur verið að gera hjá Turner fyrir utan það að ganga með og fæða börn en hún leikur nú í nýrri þáttaröð, The Staircase, sem HBO Max framleiðir. 

Hjónin voru bæði í Louis Vuitton.
Hjónin voru bæði í Louis Vuitton. AFP
Turner leikur nú í þáttunum The Staircase.
Turner leikur nú í þáttunum The Staircase. AFP
mbl.is