Victoria's Secret-fyrirsæta á von á barni

Fyrirsætan Shanina Shaik.
Fyrirsætan Shanina Shaik. Ljósmynd/instagram

Fyrirsætan Shanina Shaik og kærastinn hennar Matthew Adesuyan eiga á von á sínu fyrsta barni. Parið gerði samband sitt opinbert á síðasta ári, á Valentínusardaginn. Shaik er þekktust fyrir störf sín fyrir fyrirtækið Victorias's Secret. Ástralska fyrirsætan greindi frá á mæðradaginn.

Shaik deildi myndum af stækkandi bumbunni á Instagram og segist þakklát. 

„Takk fyrir að velja mig sem mömmu þína. Ég hef viljað eignast þig síðan ég man eftir mér,“ segir fyrirsætan. Hún segist spennt fyrir nýja hlutverkinu og er tilbúin að takast á við öll þau  verkefnin sem fylgja því að vera móðir. 

Shaik segir í viðtali við People að þau viti hvaða kyn barnið sé en þau vilji halda því fyrir sig. 

mbl.is