Ekkert magnaðra en fæðingar

Leikkonan Amanda Seyfried segir fæðingu það magnaðasta sem hún hefur …
Leikkonan Amanda Seyfried segir fæðingu það magnaðasta sem hún hefur upplifað. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Amanda Seyfried hóf doulu þjálfun eftir að hún átti dóttur sína. Hún á tvö börn með manni sínum Thomas Sadoski. Dóttir þeirra, Nina er fimm ára og sonur þeirra Thomas er 19 mánaða. 

„Þetta er það magnaðasta sem ég hef upplifað, ég verð að vera til staðar fyrir aðrar konur, fæðing er stórkostleg. Ég var að tala við mína doulu um það sem hún gerir og hugsaði að það væri það besta sem ég gæti gert. Það að vera til staðar þegar fólk eignast börn.“  segir leikkonan í viðtali við MarieClaire.

Leikkonan segist elskar að fara út fyrir þægindaramma sinn og prófa eitthvað nýtt. Hún lauk þó ekki þjálfuninni og segist vera betri í því að taka myndir og að nudda bakið á verðandi móðurinni en að taka á móti barninu.  

Þessi tveggja barna móðir hefur einnig stofnað fyrirtæki ásamt vinum. Fyrirtækið byggir barahús fyrir börn til að leika sér í úr endurunnum og náttúrulegum efnum. Stefnt er á að byrja að selja vörurnar seinna á þessu ári. 

Leikonan Amanda Seyfried er alltaf glæsileg.
Leikonan Amanda Seyfried er alltaf glæsileg. AFP/Neilson Barnard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert