Spears missti kraftaverkabarnið

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears og unnusti hennar, leikarinn Sam Asgari, greindu frá því í dag að þau hefðu misst fóstur. Spears var ekki gengin langt en þau greindu frá því fyrir mánuði að þau ættu von á erfingja. 

Spears og Asgari sendu frá sér sameiginlega tilkynningu á samfélagsmiðlum. Þau kalla barnið kraftaverkabarnið og greina frá því að Spears hafi ekki verið komin langt. 

„Þetta er hrikalegur tími fyrir alla foreldra. Kannski hefðum við átt að bíða með að tilkynna en við vorum svo spennt að deila þessum gleðitíðindum,“ skrifaði parið sem ætlar að halda áfram að reyna að stækka fjölskylduna. Parið biður um að fá frið á þessum erfiðu tímum. 

Spears á tvo unglingsdrengi með fyrrverandi eiginmanni sínum. Þetta hefði verið fyrsta barn Asghari sem er yngri en Spears.  

mbl.is