Börnin í sundi á meðan mamman gifti sig

Systkinin Penelope og Reign í sundlaug föður síns.
Systkinin Penelope og Reign í sundlaug föður síns. Samsett mynd

Scott Disick, barnsfaðir og fyrrverandi sambýlismaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashians, birti myndir af sér og börnum þeirra um liðna helgi þar sem þau nutu tímans saman við sundlaug á meðan móðir þeirra gekk í hjónaband.

Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Kardashian og Travis Barker létu pússa sig saman í dómshúsinu í Santa Barbara-hverfinu í Kaliforníu-ríki á sunnudaginn birti Disick skemmtilegar myndir í sögu á Instagram af sér og börnunum þremur; Mason, Penelope og Scott, við sundlaugina í bakgarði heimilis hans sem staðsett er við Hidden Hills í Los Angeles. 

Börnin virtust glöð í bragði og fengu að leika lausum hala úti í garði með föður sínum, sem tók fullan þátt í leiknum. 

Myndefnið er sagt staðfesta að börnin hafi ekki verið viðstödd brúðkaupsathöfn móður sinnar og stjúpföður. 

Scott Disick og Kourtney Kardashian áttu í ástarsambandi um áratugaskeið og eignuðust saman börnin þrjú. Þrátt fyrir að hafa verið saman allan þennan tíma létu þau aldrei verða að því að innsigla ástina með trúlofun eða brúðkaupi. 

mbl.is