Rihanna og A$AP Rocky eignuðust son

Rihanna og A$AP Rocky á fögnuði snyrtivörulínu hennar, Fenty Beauty …
Rihanna og A$AP Rocky á fögnuði snyrtivörulínu hennar, Fenty Beauty og Fenty Skin í Febrúar 2022. AFP

Söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt fyrsta barn í síðustu viku. Samkvæmt heimildum TMZ fæddist sonur þeirra hinn 13. maí í Los Angeles í Bandaríkjunum, en nafn drengsins hefur ekki enn komið fram. 

Rihanna og A$AP sáust síðast saman hinn 9. maí í Los Angeles þar sem þau fögnuðu mæðradeginum með kvöldverði á veitingastaðnum Giorgi Baldi.

Parið hefur verið saman síðan í byrjun árs 2020, en þau hafa lengi verið góðir vinir og gáfu meðal annars út lag saman árið 2012. 

Rihanna í nýjasta tölublaði Vogue. Ljósmyndina tók Annie Leibovitz.
Rihanna í nýjasta tölublaði Vogue. Ljósmyndina tók Annie Leibovitz. Ljósmynd/skjáskot úr Vogue
mbl.is