Heima með dótturina en ekki í brúðkaupi ársins

Tristan Thompson ásamt dóttur sinni, True Thompson.
Tristan Thompson ásamt dóttur sinni, True Thompson. Skjáskot/Instagram

Brúðkaup Kourtney Kardashian og Travis Baker hefur líklega ekki farið fram hjá neinum, en Kardashian fjölskyldan er stödd á Ítalíu að fagna giftingu þeirra skötuhjúa. Dóttir Khloé Kardashian, hin fjögurra ára True, fór hins vegar ekki með. Hún varð eftir í Los Angeles hjá föður sínum, NBA leikmanninum Tristan Thompson. 

Khloé og Tristan felldu hugi saman 2016, en síðan hefur samband þeirra verið ansi stormasamt. Þau eru ekki saman í dag en segjast þó hafa náð sáttum og vilja einbeita sér að því að ala dóttur sína upp saman. 

Tristan deildi myndum á Instagram af þeim feðginum að föndra saman en þau virðast njóta samverunnar á meðan Khloé er á Ítalíu.

Feðginin True Thompson og Tristan Thompson.
Feðginin True Thompson og Tristan Thompson. Skjáskot/Instagram
mbl.is