Barnsmæðrunum þarf ekki að semja vel

Nick Cannon er í góðu sambandi við allar barnsmæður sínar. …
Nick Cannon er í góðu sambandi við allar barnsmæður sínar. Þeim þarf þó ekki að líka vel við hvora aðra. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Nick Cannon segist eiga í góðu sambandi við allar sínar fimm barnsmæður. Hann segir það þó ekki í forgangi að barnsmæðrunum semji hverri við aðra. 

„Ég fel engin leyndarmál fyrir þeim. Þær vita hvernig ég er. Ég geri margt í einu. Þeim þarf ekki að semja. Ég á í góðu sambandi við þær allar,“ sagði Cannonn í The Big Trigger Morning Show. 

Cannon á sjö börn og von er á því áttunda. Hann á tvíburana Moroccan og Monroe með söngkonunni Mariuh Carey, Golden og Powerful með Brittany Bell. Hann og Abby De La Rosa eiga saman tvíburana Zion og Zillion. Sonur hans og Alyssu Scott, Zen, lést á síðasta ári aðeins fimm mánaða gamall. 

Nú á hann von á barni með Bre Tiesi.

Spurður hvort hann langi í fleiri börn eftir að það áttunda fæðist sagði Cannon að það væri alltaf möguleiki á því. Nú vildi hann þó heldur einbeita sér að því að vera til staðar fyrir börnin sín og axla ábyrgð sína sem faðir.

mbl.is