Fullkomið jafnvægi er ekki til

Ashley Graham velur gleðina fram yfir allt annað
Ashley Graham velur gleðina fram yfir allt annað Ljósmynd/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham á í nýju sambandi við líkama sinn og lífið eftir barnsburð. Hún segir að það sé ekkert til sem heiti „hið fullkomna jafnvægi“. Hún útskýrir að það sé ekki hægt að gefa öllum hlutverkum í lífinu jafn mikla athygli á sama tíma og þar með ekki hægt að hafa hlutina í jafnvægi. Hún segir að lykillinn að heilbrigðum lífstíl sé að setja gleði og hlátur í fyrsta sæti. 

„Það að borða hollan mat og hreyfa sig skiptir ekki miklu máli ef þú kemur heim á heimili sem veitir þér enga ánægju eða stressar þig. Brandarar og hlátur eru mikilvægustu hlutirnir á okkar heimili. Hlátur er týnda púslið þegar það kemur að því að lifa heilbrigðum lífstíl,“ segir Graham í viðtali við Shape

Ashley Graham með nýja sín á hvernig hamingjan verður til
Ashley Graham með nýja sín á hvernig hamingjan verður til Ljósmynd/Instagram

Þessi hugafars breyting hennar átti sér stað hjá henni eftir að hún lést næstum því í fæðingu barna sinna. Það blæddi mikið hjá henni þegar hún eignaðist tvíburana sína og hún myndaði nýtt samband við líkama sinn eftir þá lífsreynslu.

Hún segist fá gleði í líf sitt með því að verja tíma með börnunum sínum þremur. Hún segir að hreyfing sé mikilvægt fyrir hana og að hún stundi jóga, fari á hjólaskauta og noti æfingateygjur til að halda sér í formi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert