Börn Jacksons heiðruðu föður sinn

Paris Jackson og bróðir hennar Prince Jackson mættu á Tony …
Paris Jackson og bróðir hennar Prince Jackson mættu á Tony verðlaunin í Radio City Music Hall, New York. AFP

Börn hins umdeilda söngvara Michaels Jacksons, Paris og Prince Jackson, mættu á rauða dregilinn á dögunum til þess að heiðra föður sinn á Tony-verðlaunahátíðinni í New York. Yngsta barnið Bigi Jackson (Blanket) lét hins vegar ekki sjá sig.

Systkinin voru mætt á verðlaunaafhendinguna til þess að kynna söngleikinn um Michael Jackson, MJ The Musical. Sú sýning hlaut flestar tilnefningar og vann að lokum fern Tony-verðlaun.

Prince Jackson birti myndir af hátíðinni á instagram þar sem hann var að borða vefjur með systur sinni Paris og svo stillti hann sér upp í eina sjálfu með kærustu sinni, Molly Schirmang. Þau hafa verið saman í fimm ár og eru sögð afar hamingjusöm.

Af Paris Jackson er það helst að frétta að hún er að sækja í sig veðrið sem tónlistarkona.

Systkinin voru mætt á verðlaunaafhendinguna til þess að kynna MJ …
Systkinin voru mætt á verðlaunaafhendinguna til þess að kynna MJ The Musical. Paris þótti einstaklega glæsileg í bleikum kjól. AFP
Molly Schirmang og Prince Jackson hafa verið lengi saman og …
Molly Schirmang og Prince Jackson hafa verið lengi saman og eru afar hamingjusöm. Skjáskot/Instagram
mbl.is