Guðrún Ýr orðin móðir

GDRN fæddi son.
GDRN fæddi son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson eignuðust son í gær, 25. júlí.

Parið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Í færslu segir Árni að bæði móður og barni heilsist vel. „Faðir að rifna úr stolti og agndofa yfir Guðrúnu sem stóð sig eins og hetja,“ skrifar Árni. 

Þetta er fyrsta barn parsins saman. 

Guðrún Ýr er ein vinsælasta tónlistarkona landsins en hún gengur einnig undir nafninu GRDN. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is