Davíð og Rebekka gáfu syninum nafn

Davíð og Rebekka gáfu syni sínum nafnið Einar Erik.
Davíð og Rebekka gáfu syni sínum nafnið Einar Erik. Skjáskot/Instagram

Förðunar- og snyrtifræðingurinn Rebekka Einarsdóttir og Davíð Arnar Guðmundsson eru búin að gefa syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Einar Erik.

Einar Erik er fyrsta barn Rebekku og Davíðs, en hann fæddist 2. júlí síðastliðinn og er því rúmlega mánaðar gamall. Nafninu var fagnað með veislu um helgina í faðmi fjölskyldu og vina. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is