Sonur Hrafntinnu og Þorvaldar Davíðs kominn með nafn

Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Jónasson

Leik­ar­inn Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son og lög­fræðing­ur­inn Hrafnt­inna Karls­dóttir skírðu son um helg­ina. Drengurinn var skírður á afmælisdegi langafa síns heitins, Þorvaldar Jónssonar. Hrafntinna greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.  

Litli prins­inn fékk nafnið Kristján Karl. Þetta er fyrsti son­ur þeirra Þor­vald­ar og Hrafntinnu en fyr­ir eiga þau tvær dæt­ur. Fjölskyldan býr í Svíþjóð en skírðu son sinn í fallegri athöfn í Skerjagarðinum.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með nafnið.

mbl.is