Eiga von á fjórða barninu

Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eiga von á sínu …
Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eiga von á sínu fjórða barni saman. AFP / ANGELA WEISS

Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eiga von á sínu fjórða barni saman. Fram kemur á vef Page Six að Lively hafi frumsýnt óléttukúluna á hinni árlegu kvennaráðstefnu Forbes á fimmtudaginn í New York-borg, en hjónin hafa ekki enn tilkynnt fregnirnar á samfélagsmiðlum. 

Reynolds og Lively eiga fyrir þrjár dætur, hina 7 ára James, 5 ára Inez og 2 ára Betty. Hjónin kynntust árið 2010 þegar þau léku í kvikmyndinni Green Lantern og giftu sig í september 2012. 

Í október 2021 ákvað Reynolds að taka sér frí frá leiklistinni til þess að einbeita sér að föðurhlutverkinu, en hjónin hafa áður greint frá því að þau langi til að eignast stóra fjölskyldu, enda koma þau bæði frá stórum fjölskyldum. 

mbl.is