Ofurfyrirsæta eignaðist son

Fyrirsætan Shanina Shaik eignaðist son.
Fyrirsætan Shanina Shaik eignaðist son. AFP

Ofurfyrirsætan Shanina Shaik eignaðist sitt fyrsta barn með kærasta sínum, Matthew Adesuyan, hinn 16. september síðastliðinn. Móðir fyrirsætunnar var fyrst til að tilkynna fregnirnar á Facebook þar sem hún greindi frá því að Shaik hefði eignast lítinn dreng. 

Shaik og Adesuyan hafa verið saman frá 2021. Þau flugu yfir til Los Angeles í Bandaríkjunum til þess að fæðingin gæti farið fram þar. 

Shaik er fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsæta og er því ófeimin fyrir framan myndavélina, enda hefur hún verið dugleg að deila undurfögrum myndum af sér á meðgöngunni með fylgjendum sínum á Instagram. 

mbl.is