Spenntust fyrir því að innrétta barnaherbergið

Sunna Þorsteinsdóttir naut þess að nostra við herbergi dóttur sinnar, …
Sunna Þorsteinsdóttir naut þess að nostra við herbergi dóttur sinnar, Rebekku Bjargar Sveinsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Hin þriggja ára gamla Rebekka Björg Sveinsdóttir á fallegt og notalegt herbergi. Sunna Þorsteinsdóttir naut þess að pæla í heildarútliti herbergisins og hvernig þörfum dóttur hennar væri mætt í herberginu.

Við fluttum inn fyrir nokkrum mánuðum og ég vissi að mig langaði að gera herbergið hennar mjög hlýlegt og að notalegu rými þar sem að henni liði vel. Þetta var herbergið sem ég var hvað spenntust að innrétta þegar við fluttum inn,“ segir Sunna um barnaherbergið.

Foreldrarnir máluðu veggina í tveimur mjúkum tónum.
Foreldrarnir máluðu veggina í tveimur mjúkum tónum. mbl.is/Árni Sæberg

„Hugmyndin kom upp þegar ég sá skeljalínu frá barnamerkinu Konges Sløjd í fyrra og voru litir á veggjum meðal annars valdir út frá lampa sem ég kolféll fyrir. Annars var ég alls ekkert að finna upp hjólið. Ég fékk hugmyndir, bæði frá Instagram og Pinterest, og skrifaði niður alls konar sniðugt sem ég sá og blandaði því saman við það sem mér fannst fallegt og mig langaði til að myndi prýða herbergi dóttur minnar. Ég naut þess að fá að velja í þetta skiptið þar sem Rebekka er það ung að hún var lítið með í ráðum en eftir því sem hún eldist mun hún fá að velja hvernig herbergið hennar er.“

Foreldrarnir Sunna og Sveinn ákváðu að mála veggina tvílita og fann Sunna fyrir ákveðni nostalgíu í verkefninu. „Mér finnst það mjög fallegt og einstaklega skemmtilegt þar sem herbergið mitt var málað svona í nokkur ár þegar ég var barn. Þó með borða yfir skilin sem þótti mjög smart þá en er lítið um í dag. Við vorum með grófa hugmynd um þá liti sem við vildum nota en fengum svo góða ráðgjöf í Sérefni og enduðum á þessum litum sem heita light suede og tibet tan.“

Það er gott að dunda sér í herberginu.
Það er gott að dunda sér í herberginu. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmið frá Sebra nýtur sín í herberginu en Sunna segir að það hafi verið á óskalistanum frá því hún gekk með dóttur sína. „Áður en Rebekka fæddist vorum við með augastað á rúminu frá Sebra þar sem okkur þótti það mjög klassískt og fallegt auk þess sem það er hagnýtt og vex með barninu.“

Er öðruvísi að innrétta barnaherbergi en önnur herbergi?

„Það er öðruvísi að því leyti að maður hugsar herbergið út frá aldri barnsins sem þar mun búa og hvernig er hægt að haga því þannig að barninu líði sem best í herberginu.“

Hvítt rúm frá Sebra kemur vel út í herberginu.
Hvítt rúm frá Sebra kemur vel út í herberginu. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað er mikilvægt að hafa í herberginu?

„Herbergið er ekki mjög stórt. Við vildum alls ekki hafa það of troðið en þó ná að nýta plássið vel. Okkur fannst mikilvægt að hafa borð og stóla fyrir hana til að dunda sér auk þess að hafa notalegan stað fyrir hana til að lesa bækur og að nægt rými væri fyrir hana til að leika sér á gólfinu. Við þurftum ekki margar hirslur fyrir leikföng í herberginu þar sem hún fær einnig leikherbergi og höfðum því frjálsari hendur þegar kom að því að raða inn í herbergið hennar.“

Ertu með sniðugt ráð fyrir foreldra sem eru að breyta herbergjum fyrir börnin sín?

„Það hefur reynst okkur vel, frá því Rebekka var mjög ung, að vera ekki með of mikið af leikföngum uppi við í einu. Vera frekar með meirihlutann í lokuðum hirslum og skipta svo reglulega um það dót sem er í umferð hverju sinni. Þetta hefur breyst eftir því sem hún eldist en við reynum þó að halda í þetta í grunninn með því að hafa leikföng í körfum inni í skáp sem hún hefur aðgang að sjálf og sækir sér það sem hún vill leika með. Einnig geymum við flestar bækurnar hennar í bókaskáp og skiptum reglulega út bókunum í bókastandinum. Þó eru nokkrar í mestu uppáhaldi sem fá að vera alltaf uppi við.“

Rebekka Björg á nokkrar uppáhaldsbækur sem notalegt er að fletta …
Rebekka Björg á nokkrar uppáhaldsbækur sem notalegt er að fletta uppi í rúmi. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað er næst á dagskrá?

„Svefnherbergið hennar er að mestu leyti tilbúið. Næst á dagskrá er að útbúa leikherbergið sem er í vinnslu. Það verður gaman að leikföngin hennar öðlist sitt pláss og létta þá í leiðinni örlítið á stofunni sem er mikið notuð í leik. Mér finnst mikilvægt að hennar rými og skipulag leikfanganna ýti undir fjölbreyttan og sjálfstæðan leik og að hún hafi gott aðgengi sjálf að leikföngunum. Einnig skiptir mig miklu máli að rýmið sé fallegt og einfalt og finnst mér lokaðar hirslur í bland við opnar stuðla að því,“ segir Sunna.

Fallegir munir prýða Stinghilluna.
Fallegir munir prýða Stinghilluna. mbl.is/Árni Sæberg
Eldhúsið er út Ilva.
Eldhúsið er út Ilva. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert