Jólaskógurinn opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Jólaskógurinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opnar á morgun. Mynd frá …
Jólaskógurinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opnar á morgun. Mynd frá opnun hans árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jólaskógurinn verður opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 1. desember klukkan 10.30.

Leikskólabörn koma til að skoða jólaskóginn og munu Grýla og Leppalúði mæta á svæðið og segja börnunum sögur af jólasveinunum, en nú styttist í að Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, komi til byggða. Sungin verða jólalög og börnunum boðið upp á heitt kakó og smákökur.

Þetta er í ellefta sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg og er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Kristínar Maríu Steinþórsdóttur, upplifunarhönnuðar. Grenilyktin er allt umlykjandi og skrautið kemur öllum í jólaskap. Hægt verður að skoða jólaskóginn í Ráðhúsinu alltaf þegar húsið er opið, þ.e. virka daga kl. 8–18, á laugardögum kl. 10–18 og á sunnudögum kl. 12–18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert