Fékk rándýra tösku fyrir fæðinguna

Samsett mynd

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly Mae, hélt nýverið glæsilegt steypiboð, en hún er ófrísk af sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury. Mae gaf fylgjendum sínum innsýn í veisluna á samfélagsmiðlinum Instagram, en hún fór heim með mikið af flottum gjöfum. 

Ein af þeim var gjöf frá Fury, svokölluð „push present“ eða gjöf fyrir fæðinguna, en hún var ekki af ódýrari kantinum. 

Mae virtist hæstánægð með gjöfina.
Mae virtist hæstánægð með gjöfina. Skjáskot/Instagram

Taskan er frá tískuhúsinu Chanel, en hún er úr kálfaskinni og kostar ný 8.140 sterlingspund, eða um 1,4 milljónir króna. Mae virtist hæstánægð með töskuna og gladdist yfir því að í henni væri nóg pláss fyrir snuð og dót fyrir barnið. „Ég trúi þessu ekki,“ skrifaði hún við myndina. 

mbl.is