Vissi ekki af óléttunni í forsíðumyndatöku Vogue

Tónlistarkonan Rihanna tilkynnti nýverið að hún ætti von á sínu …
Tónlistarkonan Rihanna tilkynnti nýverið að hún ætti von á sínu öðru barni með kærasta sínum, A$AP Rocky. MIKE COPPOLA

Tónlistarkonan Rihanna hefur verið á allra vörum síðustu daga, en hún stal sannarlega senunni þegar hún steig á svið í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar á dögunum og tilkynnti að hún ætti von á sínu öðru barni. 

Rihanna og kærasti hennar, A$AP Rocky prýða nú forsíðu nýjasta tölublaðs breska Vogue ásamt syni þeirra. Í viðtali við tímaritið ræðir Rihanna um móðurhlutverkið og ferilinn á einlægan máta. 

View this post on Instagram

A post shared by badgalriri (@badgalriri)

Fyrstu vikurnar trylltar

Rihanna og Rocky tóku á móti sínu fyrsta barni í maí á síðasta ári. Tónlistarkonan vakti strax mikla athygli fyrir framúrstefnulegan meðgöngufatnað, en eftir að sonur hennar kom í heiminn hefur hún verið minna í sviðsljósinu, þó svo hún sé vissulega með marga bolta á lofti. 

Í viðtali við Vogue lýsir Rihanna fyrstu dögum móðurhlutverksins sem gjörsamlega trylltum. „Þú sefur ekki. Ekki neitt. Ekki þótt þú vildir það,“ útskýrði tónlistarkonan og bætti við að þau Rocky hafi ekki haft neinn til að hjálpa sér eftir að hún fæddi son sinn og þurftu því að stinga sér beint í djúpu laugina. 

„Þetta vorum bara við sem foreldrar og barnið okkar. Þú hugsaR: „Þau treystu okkur bara til að fara heim með þetta barn? Þetta nýja líf? Með okkur? Engir læknar, engir hjúkrunarfræðingar, við erum bara ... að fara heim?“ útskýrði tónlistarkonan. 

Þrátt fyrir krefjandi fyrstu vikur segir Rihanna foreldrahlutverkið vera dásamlegt. „Það er allt. Maður man í rauninni ekki eftir lífinu áður, það er það klikkaðasta við þetta. Það skiptir ekki máli,“ sagði hún. 

Óvænt ófrísk á myndunum

Rihanna hefur deilt nokkrum myndum úr myndatökunni með Vogue, en seinna kom í ljós að tónlistarkonan hafi verið orðin ófrísk í tökunni án þess að vita af því. Hún deildi meðal annars fallegri færslu með myndum af sér með syni sínum sem sprengir alla krúttskala. 

„Hversu brjálað að bæði börnin mín hafi verið á þessum myndum og mamma hafði ekki hugmynd,“ skrifaði Rihanna við myndina. 

View this post on Instagram

A post shared by badgalriri (@badgalriri)

mbl.is