Óvænt barnalán Love Island-stjörnu

Love Island-stjarnan Jack Keating.
Love Island-stjarnan Jack Keating. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Jack Keating tilkynnti fylgjendum sínum óvænt í vikunni að hann væri orðinn pabbi þegar hann deildi mynd af sér og dóttur sinni á samfélagsmiðlum. 

Keating tók þátt í áttundu seríu af raunveruleikaþættinum vinsæla, þar sem hann var einn af sex strákum sem komu inn í Casa Amor, en tókst þó ekki að finna ástina. Barnsmóðir Keating er hin breska Keely Iqbal, vöruhönnuður sem hannar meðal annars sína eigin línu af strigaskóm.

Vakti hann þó mikla athygli á meðal aðdáenda þar sem hann er sonur Boyzone-stjörnunnar Ronan Keating. Er þetta fyrsta barn Jack Keating og fyrsta barnabarn Ronan Keating. 

Barnið komið undir við upptökur á Casa Amor

Miðað við að dóttirin sé nýfædd má áætla að móðir barnsins hafi verið gengin um einn mánuð þegar Keating steig sín fyrstu skref inn í Casa Amor-villuna. 

Í byrjun mánaðarins sagði Jack við írska miðilinn Independent að hann væri enn einhleypur og til í tuskið og því komu fréttirnar um föðurhlutverkið nokkuð á óvart. 

mbl.is