Bestu ráðin sem foreldrar hafa fengið

Það er gott fyrir foreldra að muna, þegar lífið er …
Það er gott fyrir foreldra að muna, þegar lífið er yfirþyrmandi, að það kemur alltaf nýr dagur. AFP

Foreldrar luma margir hverjir á góðum ráðum hvað uppeldi barna varðar. Hér er búið að taka saman nokkur góð ráð sem foreldrar hafa deilt með öðrum foreldrum.

Hugsa um afleiðingar til lengri tíma

„Þegar barnið fær æðiskast í matvörubúð því það vill nammi er best að hugsa um langtímaafleiðingar þess að láta strax undan til þess að kaupa sér frið. Ef ég gef barninu nammið sem það biður um þá er ég að verðlauna þessa hegðun. Það kann að vera í lagi til skamms tíma en mun valda mér frekari vandræðum til langs tíma.“ 

Treysta innsæinu

„Besta ráðið er að treysta innsæi sínu. Það er ástæða fyrir því að við sem foreldrar höfum ákveðið innsæi þegar kemur að börnunum okkar. Það er vegna þess að oftast er það sem innsæið segir okkur rétt, frekar en rangt.“  

Forðast yfirþyrmandi miklar upplýsingar

„Það er erfitt að fara í gegnum allar þær upplýsingar sem eru til í heiminum um uppeldi barna. Það getur verið mjög yfirþyrmandi fyrir foreldra. Best er að finna eina góða uppsprettu heimilda sem leiðbeinir þér í gegnum þvöguna.“

Ástunda þakklæti

„Það eru nokkur orðatiltæki sem hjálpa mér í gegnum erfiða og krefjandi tíma. Eitt þeirra er: „Maður fær ekki það mörg sumur...“. Við erum stöðugt að einblína á áskoranirnar í lífinu en lítum fram hjá öllum góðu stundunum sem við eigum með börnunum. Það er mikilvægt að muna eftir þeim. Hitt máltækið kom til mín þegar ég var úti að versla með börnin fimm í eftirdragi. Ég hlýt að hafa litið örmagna út því eldri kona kom til mín og sagði: „Maður sér bara eftir börnunum sem maður eignast ekki“. Þetta sló mig. Það eru margir að glíma við ófrjósemi og ég er mjög lánsöm að eiga fimm heilbrigð börn.“

Á morgun er nýr dagur

„Við getum alltaf byrjað upp á nýtt. Þegar allt er yfirþyrmandi, þá á maður bara að einbeita sér að næstu 15 mínútum og svo koll af kolli. Það að brjóta niður daginn í viðráðanlegar einingar hjálpar mjög mikið. Það að ætla sér að þrauka heilan mánuð getur verið of stór biti í einu.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert